Texti og lag: B.Ingi.S
Á tímamótum ég nú stend,
fimmtugur ég senn verð.
Í brjósti finn samkennd,
kærleikur er minn sverð.
Fyrir gleði í hjarta ég finn,
bros mitt segir nú allt.
Hjá mér ég hef jú auðinn,
lífið mitt er nú einfalt.
Í kvöld komum saman og syngjum dátt.
Hall-le-ljú-ja.
Með mér er fólk sem er svo kátt.
Með gleði í hjarta, annan tug ég kanna brátt.
Já, há.
Ég finn nú aukinn hjartslátt.
– Fimmtugur senn er, fimmtugur nú er.
Í dag ég brosi mjög breytt,
í hjarta er auðmýkt.
Þetta allt get mér nú veitt,
líf mitt er jú litríkt.
Á tímamótum ég nú stend,
fimmtugur ég senn verð.
Sýn mín er nú draumkennd,
glæst er mín vegferð.
Í kvöld við komum…
(Trommukafli)
Hann fimmtugur nú er,
saman fögnum hér,
hann fimmtugur nú er,
saman fögnum hér.
Í kvöld við komum…
Samið vorið 2021. Búinn að ganga með þá hugmynd í maganum að búa til “afmælis” lag, og ákvað fyrir þessi tímamót að prófa. Reyndi að lýsa minni líðan á þessum tímamótum og um leið búa til smá gleði stemmingu.
Þegar þetta lag kom til mín þá fannst mér alltaf vera smá “4 non Blondes”, þó ég hafi ekki fundið neitt lag frá þeim líkt þessu lagi. Eins er smá Írskur fílingur í því.