Uncategorized

Ég 50 ára nú verð – Útgáfudagur 07.02 2022

Þó svo að lagið hafi ekki komið fyrr en viku seinna út á Spotify, þá er samt formlegur útgáfudagur þessi. Er enn þá að læra á þetta allt. Enda ekki það er skiptir mestu máli eða hvað!
Einhvern tímann vaknaði sú hugmynd að gera afmælislag einhverskonar. Fyrir eru lög sem eru nokkuð sterk og þekkt. Síðan kom það til mín að gera texta um þessi tímamót mín. Þessi texti er ekki minn besti og dýpsti, en hann segir allt það er mér langaði að segja, hvernig mér leið og allt það. Blanda inn smá gleði líka.
Lagið sjálft. Tilfinningin er ég tengdi við það var eitthvað í líkingu við hljómsveitina 4 non Blondes, þó það hafi aðeins breyst í ferlinu. Heldur hef ég ekki fundið neitt frá þeim er líkist því! Eins er líka írskur fílingur í því. Einhver nefndi Þursaflokkinn, veit ekki. Hvernig sem því líður þá er ég mjög sáttur við það. Gítarstefin voru klár strax í byrjun og voru grunnurinn í laginu.
En nú er það farið frá mér og kemur bara í ljós hvernig því mun ganga í framtíðinni.