Dýrðar dagur

Texti og lag: B.Ingi.S

Kominn er þessi dýrðar dagur,
nú þið getið kallað ykkur hjón.
Sáttmálin ritaður er heilagur,
það staðfestu Símon og Jón.

Dregið hafið hring á fingur
það var víst drottins bón.
Nú á höndum glitrar hringur,
er táknar þið eruð hjón.

Komin er þessi dýrðar dagur,
loksins eru orðin hjón.
Á himni er drottinn glaður,
við gleðjumst kæru brúðhjón.

Mörg spor þið hafið saman gengið,
það staðfesta Logar þrír.
Samþykkið feðra ykkar auðfengið,
því ást ykkar er mjög skýr.

Nú kirkjugólfið saman ganga,
bros þeirra beggja segja allt.
Við skulum fagna þeim áfanga,
þó þeirra samband sé gamalt.

Komin er þessi dýrðar dagur,
loksins eru orðin hjón.
Á himni er drottinn glaður,
við gleðjumst kæru brúðhjón.

Nú mun lífsgangan áfram halda,
nýjar áskoranir lífið upp setur.
Haldið áfram í sveit að tjalda,
njótið þangað til kemur vetur.

Munið, hvort annað alltaf virða,
meðan gangið lífsins braut.
Og aldrei hvort annað vanvirða,
göfug er þessi lífsins þraut.

Komin er þessi dýrðar dagur,
loksins eru orðin hjón.
Á himni er drottinn glaður,
við gleðjumst kæru brúðhjón.

Samið árið 2020, vegna tilefni brúðkaups systur minnar. Samið nokkrum dögum fyrir brúðkaupið og var ég að hugsa um að láta spila það fyrir þau, en ekki varð tími til að finna út úr því. Kemur kannski bara seinna.

til baka