Breytingar og aukin áhrifa kvenna á samfélagið

(Vill taka það fram að þetta eru mínar og aðeins mínar vangaveltur og hugrenningar. Eflaust er margt fleira er má koma inná!)

Oft hefur verið talað um að heimurinn sé alltaf að breytast, sem er rétt. En núna á þessum tímum er við lifum á, eru breytingarnar mjög miklar og áhugaverðar. Þeir er aðhyllast ákveðna lífsspeki, segja að við séum komin af stað inn í vatnsberaöldina er stendur fyrir aukna tæknivæðingu, hraða, frelsi, sjálfstæði og nýsköpun. Einnig á hún að boða aukið jafnvægi á milli karl- og kvennorkunnar (elmentana). Kannski er það sem er mjög áhugavert við hana að kærleikurinn á að taka við sem aðalvopn mannkyns og stríð eiga að leggjast af. Ég hef reyndar ekki hugsa mér að fara neitt meira fræðilega inná vangaveltur varðandi vatnsberaöldina hér. Hins vegnar að koma aðeins inn á hvað það hugsanlega þýðir fyrir okkur.

Ef ég byrjað fyrst á að nefna hvað kvenfólk er að verða meira áberandi í samfélaginu okkar, sem er gleðilegt fyrir okkur öll. Bendi ég á að á árinu sem var að líða var íþróttamaður ársins kona, lið ársins kvennalandsliðið og þjálfari ársins líka kona. Eins hafa konur verið mjög áberandi í öðrum greinum og er það frábært. Eins eru fleiri konar að taka að sér stjórnunarstöður í fyrirtækjum og samtökum, skipaðar dómarar og fleira. Þegar ég var að alast upp þá voru þær konur er sköruðu fram úr eða höfðu áhuga á ákveðnum atvinnugreinum nánast taldar skrítnar og oft tala um stráka stelpur í því sambandi. Ef maður hugsa um það núna þá er mjög einkennilegt og fáránlegt. Því er svo sem ekki að neita að kynin eru mismunandi í líkamsuppbyggingu og getu og í hugsun almennt er hefur klárlega sína kosti. En skiptir það ekki meira máli að hver einstaklingur fái að njóta sýn sem best eða hvað? Sem betur fer er hugsanaháttur okkar að breytast og áhugi, langanir, hæfileikar og skoðanir hvers og eins betur viðurkenndar í samfélaginu.

Um leið er viðhorfsbreytingar að eiga sér stað og mikið að gömlu hugmyndafræðinni að líða undir lok. Harkan og átökin að gefa meira og meira eftir fyrir mýktinni og kærleikanum. Enda er sú hugmyndafræði að við þurfum að berjast fyrir tilveru okkar og afkomu er galin, því sá er hefur sigur í dag tapar á morgun (ungur verður gamall og allt það). En með því að konur komi meira að og gefi sig meira að stjórnun í samfélaginu með körlunum hlítur að vera af hinum góða. Ættum að fá fleiri skoðanir fram og því betri lausnir. Hins vegar er heldur ekki gott að mismuna einstaklingum um stöður eftir kynferðis, bara kynferðisins vegna.

Þangað til næst.

Kveðja, B.Ingi.S (10.01 2021)

Til baka