Ég er búin að vera með hugmyndina af þessari síðu í þó nokkurn tíma, og árið 2019 keypti ég þetta lén. Ég hef verið að nota B.Ingi.S sem einhverskonar listamanns nafn og var því augljóst að fá þetta lén. Svo var það í mars 2020 að ég fór af alvöru að vinna með þessa síðu. Hér hef ég hugsað mér að halda utan um listræna vinkillinn í mér, ef hægt er að tala um listrænan vinkill. Alla vegna þann hluta er tengist ekki vinnunni beint og mér langar að koma á farmfæri.
Þessi síða ef fyrst og fremst hugsuð til að hafa gaman af og hugsanlega smá gagn af, og leyfi öðrum er hafa áhuga að fylgjast með hvað maður er að gera. Efni á þessari síðu verður því að mestu leyti frá mér persónulega. Hver það svo leiðir mig verður bara að koma í ljós. Ég hlakka alla vegna til. Vonandi njótið þið þess líka með mér!
Eitt af auðkennum er hafa fylgt mér í gegnum árin er lesblinda. Lesblindan hefur verið að trufla mig og ögra á ýmsum sviðum og er það kannski í seinni tíð er ég hef almennilega sæst við hana og kosti hennar og ná þá um leið betri tökum á henni. Það er í raun langt síðan að ég ákvað að láta hana ekki stoppa mig í því er ég langi að gera og verður því að hafa það þó stafsetningar villur læðist óvart inn eða málfræðin sé ekki alveg 100 % rétt. En ég hef samt reynt að tileinka mér þau vinnubrögð að vanda mig sem best.
Með kveðju B. Ingi. S
Netgang: baldvin@bingis.is