Upptökur á meira efni.

Ég mætti nú vera duglegri við að pósta fréttum, ef það má kalla, hér inn á. 🙂 Lagið “Hugarrof er komið út og er ég mjög sáttur við það. Hins vegar byrjaður að huga að meiru efni. Finnst þetta mjög gaman og spennandi að standa í þessari sköpun. Aðeins byrjaður að vinna með lag er heitir “Lítill og stór” og er smá ádeila. Meira um það síðar.

Continue reading

Lagið Hugarrof væntanlegt.

Jæja þá er komið að því að svokölluð „Mastering“ á laginu Hugarrof er lokið, og loka hlustun á sér stað, áður en kemur að því að sleppa því lausu út í kosmósið! Ég er nokkuð ánægður hvernig það hljómar í dag, þessi hugmynd sem ég er búinn að eiga með mér í um 29 ár. Þó ég hafi spilað það á kassagítar og raulað með sjálfum mér, þá hafa fáir fengið að heyra það, enda…

Continue reading

B.Ingi.S á Spotify

Hér er hægt að finna þau 2 lög er ég hef gefið út á Spotify undir listanafninu B.Ingi.S. Í framtíðinni er hugmyndin að þau verði fleiri. Alla vegna er ég byrjaður á því 3, er heitir “Hugarrof”, samið kringum 1994. Því kominn tími á að það fái að fæðast. Meira um það síðar. Hægt er að finna textana við þessi lög á þessari síðu, undir “Tónlist”. Það hljómar kannski skringilega en ég hef enn gaman…

Continue reading

Ég 50 ára nú verð – Útgáfudagur 07.02 2022

Þó svo að lagið hafi ekki komið fyrr en viku seinna út á Spotify, þá er samt formlegur útgáfudagur þessi. Er enn þá að læra á þetta allt. Enda ekki það er skiptir mestu máli eða hvað!Einhvern tímann vaknaði sú hugmynd að gera afmælislag einhverskonar. Fyrir eru lög sem eru nokkuð sterk og þekkt. Síðan kom það til mín að gera texta um þessi tímamót mín. Þessi texti er ekki minn besti og dýpsti, en…

Continue reading

Þú varst! – Útgáfudagur 20.07 2021

Nú er kominn formlegaur útgáfudagur á lagið mitt “Þú varst!”, en hann er á fimmtugsafmælisdeginum mínum og jafnframt brúðkaupsdeginum líka. Á vel við! Búinn að skrá það og senda inn á dreifingar veiturnar, og nú er bara að bíða eftir að það sé komið í gegn. Hef aðeins verið að leyfa fólki að heyra það og hef fengið að ég held bara ágætar móttökur. Einhverjir eru spenntir að heyra það, sem er alltaf gaman. Sjálfur…

Continue reading

Mitt fyrsta hljóð afkvæmi, Þú varst!

Að tilefni stórafmælis míns, 50 ára, ætla ég á næstu dögum að gefa út mitt fyrsta hljóð-barn, eins og ég kalla það, lag er heitir “Þú varst!”. Þetta er lag og texti er ég samdi um 1995 eða fyrr, og tók reyndar demó af 1996, en ákvað að gera því full skil og gefa út núna á næstunni. En er verið að ganga frá því. Þetta er búið að vera frábært ævintýri og mjög gefandi…

Continue reading

Abelton Live 11 námskeið.

Í dag kláraði ég seinni hluta af heima upptöku námskeiðinu hjá Endurmenntun. Frábært námskeið í alla staði. Mjög ánægður með hafa farið á það. Byrjað var á því að fara yfir forritið sjálft og ýmis grunn atriði við upptöku. Síðan var farið í notkun og tilgang Midi, en ég sá að mínar hugmyndir hvað það væri, voru kolrangar. Farið var í vinnslu með og uppbyggingu á midi rásum og takt uppbyggingu. Síðari hlutinn var meira…

Continue reading