Árið 2021. Árið er ég varð fimmtugur. Gaf út mitt fyrsta lag „Þú varst!“ og annað á leiðinni. Fór í söngnámskeið og byrjaði að syngja. Er sjálfur að syngja lögin. Fór á hljóðupptöku námskeið og byrjaði sjálfur að fikta við slíkt. Gömlu bekkjar systkinin mín urðu líka fimmtug á árinu hvert af öðru. Móðir mín varð 70 ára og síðan áttu foreldra mínir 50 ára brúðkaupsafmæli, sem er jú svolítið. Hætti að bragða á áfengi. Hef ekki drukkið gos í 2-3 ár, og nammi læt ég í friði nema það sé falið í ís. En ís er ekki hægt að sleppa.
Í byrjun þessa árs, voru 20 ár liðin frá því ég kláraði tæknifræðina, byrjaði að vinna sem slíkur og kynntist konunni minni svo eitthvað sé nefnt. Í ár fórum í stórframkvæmdir á húsinu okkar, eða að skipta um járn og undirlagið á þakinu, þakkantur endurnýjaður og þakskeggið sömu leiðins. Eitthvað koma frágangur á þessum framkvæmdum til að ná eitthvað inn á næsta ár, eins og gengur.
Þetta ár var líka lærdómsríkt og mörgum erfitt. Eins og var í Harry Potter sögunni, þá mátti helst ekki nefna heimsfaraldur á nafn. En eins og árið á undan nánast rústaði þessi faraldur lífi okkar, með endalausum takmörkunum og öðrum óþægindum. Tölum nú ekki um þá er veiktust og glíma við það, eða þá er kvöddu okkur.
Hjólhýsið var notað í sumar og fer vel með okkur. Hinar ýmsu mynda túrar farnir og í þeim er alltaf stutt í grínið.
Hvað var eftirminnilegast á árinu sem er að líða?
Hvað stóð upp úr á árinu 2021. Mér finnst margt áhugavert gerst á þessu ári, en held ég verði að nefna „Hljómsveitar æfingar afmælið mitt“, er ég hélt laugardaginn fyrir afmælið mitt, þann 17 júlí. Nánast 2 árum fyrir fimmtugs afmælið mitt, fór ég að velta fyrir mér að vera með stórt partí á þessum tímamótum. Þar sem ég ætlaði að halda tónleika og vera með um leið einhverskonar myndasýningu líka. En þar sem þessi heimsfaraldur hefur herjað á okkur og minn ásamt árganginum á undan var nánast meinað að halda upp á þennan dag, þá náði ég að halda það í lágmarks mynd.
Myndasýninginn fór fyrir bí, en ég náði að draga hljómsveitina norður. Fyrsta hugmynd var að með æfingardjamm, en niðurstaðan var sú að haldin var ein æfing og síðan var spilað kvöldið eftir í afmælinu. Við vorum í heildina rétt rúmlega 50 manns. Rúta mætti úr Eyjafjarðarsveit og allt. Ég var búinn að ákveða að þetta kvöld ætlaði ég að vera sá er skemmti sér manna best, edrú, með öll skynfærin fullvirk og það gekk heldur betur eftir. Alla vegna skemmti ég mér mjög vel, hefði ekkert viljað hafa öðruvísi. Eins sýndist mér þessir gestirnir og hljómsveit skemmta sér líka.
Það er partur af lífinu að kynnast nýju fólki, og sem betur hef ég fengið að gera það. Fyrir utan að kynnast fólki í kringum mig enn betur, þá hef ég fengið að kynnast nýju fólki í kringum ný tækifæri, bæði í vinnunni, lífinu og áhugamálunum. Kannski stendur það upp úr þau kynni er komu í gengum tónlistina, söngin og upptöku vinnsluna. Er ég mjög þakklátur fyrir þau skemmtilegu og gefandi kynni og hef ég hug á að efla þau enn frekar. Takk fyrir að taka þátt með mér í afmælinu mínu og hjálpa mér við að vinna þessi tvö lög sem komin eru. Eins langar mig að þakka þeim er höfðu áhrif á mig á einn eða annan hátt, takk fyrir það. Já næsta lag er rétt að verða klárt, og ætti að koma út í enda janúar á næsta ári, og heitir „Ég fimmtugur sen verð.“.
Að lokum. Þegar ég stend á þessum tímamótum að nýtt ár er að ganga í garð, og ég lít inn á við, hvernig mér finnst nýja árið verði, þá get ég ekki annað sagt að tilhlökkun sé sú tilfinning er ég finn fyrir. Ef utan komandi aðstæður koma ekki í veg fyrir, er ég hef ekki mikla trú á að geri, þá er margt spennandi er ég hef hug á að gera á næsta ári. Vonandi er að svo með ykkur líka! 😊 Markmiðið fyrir næsta ár er að gera enn þá betur á öllum sviðum, verða betri og þroskaðri manneskja. Megi nýja árið færa ykkur gæfu og gleði.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Farið varlega og verið ávallt góð við hvort annað.
Þar til næst, nýárskveðja, B.Ingi.S (31.12 2021)