Árið 2020

(Vill taka það fram að þetta eru mínar og aðeins mínar vangaveltur og hugrenningar. Eflaust er margt fleira er má koma inná!)

Er árið 2020 virkilega mjög slæmt ár? Maður er búin að vera að heyra raddir, allveg síðan í sumar, að þetta sé mjög slæmt ár og menn geta ekki beðið eftir því að það klárist, hverfi og komi aldrei aftur. Þá á ekki síður um fjölmiðlamenn / dagskrárgerðarfólk, að margir þeirra eru mjög duglegir að tjá sig á þann hátt. En er það svona slæmt eins og látið er af? Reyndar hefur það truflað mig aðeins að það sé látið eins og það sé allmennt viðurkennt að þetta ár sé svona slæmt!

Jú, rétt er það að lífi okkar margra var umturnað nánast á einni nóttu. Við getum ekki lengur gert allt sem við viljum, ferðast út um allt, í einhverjum tilfellum þurft að bíða aðeins lengur eftir þeim vörum er við vilum, eitthvað af þjónustu og afþreyingu verið skert og við neidd til að hægja á okkur. Skólar, sundlaugar og fleiri stafssemi þurft að loka. Fólk þurft að fara í sóttkví. Svo hefur það sem erfiðara er, einhverir hafa veikst og jafnvel dáið, fólk einangrast þá sérstaklega eldra fólk, einhverjir hafa hætt í heilsurækt og aðrir þurft að finna aðrar aðferðir og einhverjir misst vinnuna sína.

Ekkert er allveg svart eða allveg hvítt. Börn hafa fæðst á þessu ári, er hefur glatt marga, fólk orðið pabbi og mamma, afi og amma og framvegis, er alltaf gleður. Fólk hefur náð að gifta sig og átt aðra góða viðburði. Við fengið að verja meiri tíma með nærfjölskyldunni, höfum meira að segja fengið okkar fagra land út af fyrir okkur og þurft að tileinka okkur nýja hluti svo eitthvað sé nefnt.

Eins og ég lít á þetta ár, þá var það erfitt og krefjandi fyrir okkur öll. Ástandið fékk okkur til að staldra aðeins við og hugsa, og sjá að það er við höfum er ekki allveg sjálfsagt. Horfa aðeins inn á við og fara í gengum hvað það er í raun það er sem skiptir okkur mestu máli í lífinu. Í gengum tíðina, fyrir utan stóru atburðina eins og náttúruhamfarir og stríð, þá hefur það verið persónuleg áföll og atburðir er mest hafa haft áfrif á fólk og fengið það til að takast á við og breyta eigin lífi. Þá er verið að tala um atburði eins og heilsumissir, fráfall ástvina og önnur ytri áföll. En þetta árið hefur covid herjað á okkur öll, á mismunandi hátt, er byggjum þessa jörð. Síðan hefur bæst ofan á það erfið veður, náttúruhamfarir fyrir austan og aðrir minni atburðir.

En ef ég geri upp árið fyrir mig sjálfan þá hefur þetta ár verið í raun frábært ár. Fyrir utan að það hefur aðeins verið minna umsvif hjá fyrirtæki mínu, þá hefur það verið mjög gefandi ár. Dæturnar mínsr hafa þroskast mikið. Sú yngri orðið sjálfstæðari en áður. Þessi eldri fékk bílpróf og orðin mun meðvitaðri um lífið og tilveruna en áður. Uppfærðum fellhýsið okkar upp í hjólhýsi og áttum gott ferðalag með það um ísland í sumar. Hellingur af ljósmyndum voru teknar á árinu og margar góðar stundir urðu til því tengdu. Hef verið duglegur að deila ljósmyndunum víða á netinu og fengið fram úr vonum góð viðbrögð, er hefur glatt mig mikið og hvatt mig áfram. Minna var um skipamennsku út á við hjá hljómsveitinni, en haldnar voru margar skemmtilega æfingar. Eitthvað hefur bæst í vopnabúrið þar sem verið er að vinna með. Ég fór í gítar tíma er opnaði nýjan vinkill fyrir mig er koma að gítarleik og hef hug á því að gera meira af því í framtíðinni. Þarf fyrir utan hef ég verið að vinna með ýmsar hugmyndir í tónlisinni er ég hef hug á að sýni sig á næsta ári. Hlakka mikið til.

Síðan er það sem hefur gefið mér mest, er að ég hef verið að vinna mikið með sjálfan mig bæði líkamleg og andlega. Gefið mér meiri jákvæðari tíma fyrir sjálfan mig. Hef farið í nudd nokkuð reglulega, hreyft mig meira með æfingum og gönguferðum, og bætt mataræðið. Samt á ég nokkuð eftir til að komast í þá þyngd er ég vill helst vera í. Losaði mig fyrir um 18 mánuðum síðan við gos og salgæti (fyrir utan ís og það er honum fylgir). Það littla er ég hef verið að neyta af áfengi ákvað ég losað mig við, en það í raun gerðir ekkert fyrir mig. Svo af vökva það er nánast bara mjólk og vatn er ég læt ofan í mig.

Í andlegri vinnu hef ég verið nokkuð duglegur og búinn að leggja mikið á mig. Er að komast alltaf nær og nær þeim stað er ég hef vilja náð. Sú vinna hefur síðan verið að skila sér á svo margan hátt, og hef ég trú á því að það eigi eftir að endurspegla allt mitt líf í framtíðinni.

Þannig að árið 2020 hefur verið mér í raun mjög gefandi og margt gott hefur gerst. Ég hef glaðst með, einnig syrgt með fólki, fundið til og upplifað gleði, skilið hvað fólk er að ganga í gengum, ekki skilið hvernig fólk bregst við (en skil það semt), upplifað skemmtileg atvik og hugleitt mikið. Þannig að ég er mjög þakklátur fyrir þetta ár sem er að líða og jafnframt hlakkað mikið til þess sem er næsta ár, 2021, á eftir að færa okkur.

Þangað til næst,

Kveðja, B.Ingi.S (27.12 2020)

Til baka