Áran eða  prana (lífsorkan)

Mynd fengin af láni af netinu.

Við erum ekki bara líkaminn, sá líkami sem hægt er að þreifa á. Við erum líka sú orka er umlykur líkamann og nær þónokkuð út fyrir áþreifanlega líkamann okkar og er partur af lífsorku okkar. Lífsorkan, sú orkuna er umlykur líkamann, er oft kölluð prana eða orkublik. Orkan og þar með efnið er líkaminn samanstendur af, er frá lægri tíðum yfir í hærri tíðnir. Í því sambandi er líka talað um grófari, eða þéttari orka, og fínni orku. Lægri tíðninnar, þar sem mun styttra er á milli öreinda, myndar líkamann okkar sem er okkur sýnilegur og áþreifanlegur með allri sinni starfsemi. En við sem manneskjur búum líka fyrir hærri tíðni, kölluð sál, er tengist líkamanum við fæðingu og er bundinn líkamanum lífskeið okkar á jörðinni. Sálin notar líkamann sem verkfæri, til að upplifa og öðlast reynslu og þroska á jörðinni. Tenging sálarinnar við líkamann fer fram í gegnum orkustöðvar líkamans, sem eru hálfgerð akkeri sálarinnar í líkamanum. Fullvirkar hafa orkustöðvarnar keilulaga orkuform út frá líkamanum bæði, bæði fram fyrir og aftur fyrir líkamann. Ef horft er frá líkamanum á þá orku er umlykur hann, þá mynda orkublikin fíngerð líkamslög utan um líkamann, með tengingar við sína orkustöð líkamans. Þessi orkulög verða fíngerðari, samanstanda af fíngerðari tíðni (lengra á milli öreinda), og stækka efir því er lengra út frá líkamanum þau eru. Sjónsvið mannsaugað hefur bara ákveðið tíðnisvið, er þessi orkublik liggja utan þess og því okkur ósýnilegt. Hins vegar er hægt að þjálfa sig í því að nema þau, með öðrum skilningarvitum líkamans.

Örlítið um 7. orkublik líkamans (Tekið úr bókinni Hendur ljóssins)

  • Eterlíkaminn (Fyrsta lagið) (“eter” er ástand milli orku og efnis) er samansettur úr agnarsmáum orkulínum “líkustum glitrandi ljósgeislavef”. Hann hefur sömu uppbyggingu og efnislíkaminn, þar með talin öll líffæri.
  • Tilfinningalíkaminn (Annað lagið) eða næsti líkamin við eterlíkamann sem er fíngerðari en hann, er yfirleitt nefndur tilfinningalíkami og lýtur að tilfinnigunum. Hann fylgir útlínunum efnislíkamans í grófum dráttum. Flæði einkennir hann meira en eterinn og hann er ekki nákvæmlega eins og efnislíkaminn. Hann lítur fremur út fyrir að vera marglit ský úr fíngerðu síflæðandi efni. hann teyfir sig um tvo til sjö sentímetra út fyrir efnislíkamann.
  • Huglíkaminn (Þriðja lagið) er huglíkaminn. Hann nær út fyrir tilfinningarlíkamann og er úr enn fíngerðara efni sem er allt tengt hugsunum og hugrænni starfsemi. Þessi líkami birtist oftast sem skært gult ljós sem geislar um höfuð og axlir og teygir sig niður eftir öllum líkamanum. Það þenst út og verður bjartara þegar einstaklingurinn einbeitir sér að hugrænu starfi. Huglíkaminn nær um átta til tuttugu sentímetra út fyrir efnislíkamann.
  • Astralstigið (Fjórða lagið). Astrallíkaminn er formlaus og samansettur úr litaskýjum fegurri en eru í tilfinningalíkamanum. Astrallíkaminn hefur gjarnan sömu liti og hann en þeir eru oftast glæddir rauðbleikum lit kærleikans. Þessi líkami nær um fimmtán til þrjátíu sentímetra út fyrir efnislíkamann. Orkustöðvarnar hafa sömu litaáttund og regnbogi tilfinningalíkamans en hver og einn þeirra er glædd rauðbleiku ljósi kærleikans. Hjartastöð kærleiksríkrar manneskju geislar frá sér rauðbleiku ljósi á þessu stigi.
  • Etermótið / template (Fimmta lagið). Hefur að geyma fyrirmynd eða mót af öllum formum sem til eru á efnissviðinu, þ.e. það líkist helst negatífu af ljósmynd. Etermótið er mót eterlagsins sem er mót efnislíkamans eins og áður hefur komið fram. Eterlag orkusviðsins fær uppbyggingu sína frá etermótinu. Það er fyrirmyndin eða hið fullkomna form fyrir eterlagið. Það nær frá fjörtíu og fimm til sextíu sentimetra út fyrir líkamann.
  • Hinn Guðlegi líkami (Stjötta lagið) er tilfinningastig andlega sviðsins og kallast hin guðlegi líkami. Það nær um sextíu til áttatíu og fimm sentímetra út fyrir líkamann. Gengum þetta stig upplifum við andlega alsælu. Við öðlumst hana með hugleiðslu og mörgum öðrum ummyndunaraðferðum.
  • Orsakalíkaminn (Sjöunda lagið) er hið hugræna stig andlega sviðsins og kallast orsakastigið. Það nær um sjötíu og fimm til hundrað og fimm sentímetra út fyrir líkamann. Þegar við förum með vitund okkar upp á sjöunda stig bliksins vitum við að við erum eitt með skaparanum.

(Til samræmis við myndina, þá leyfi ég þessari stuttu lýsingu á sviðunum að fylgja með, fengna að láni úr bókinni Hendur Ljósins eftir Barbara Ann Bernnan. Þessa bók kalla ég stundum biblíuna.)

Til baka