Ég og vinur minn Björgmundur Örn Guðmundsson, Vestfirðingur mikill, stofnuðum heimasíðuna Vitund.is kringum aldamótin og var mikil hugur í okkur að gera hana að miðstöð um andleg málefni. Megin hugmyndin var að ef einhverjum vantaði að fræðast um þessi mál þá væri það fyrsti valkostur að fara inn á þessa síðu og þar væru tenglar í sem flestar áttir. Eins var hugsunin að vera með mikið að fræðslu efni þessu tengdu, myndir, umfjöllun, pistlar og fleira. Eins voru fleiri stórar hugmyndir í gangi, bæði hjá okkur og fólki tengt okkur; svo sem að stofna verslun svo eitthvað sé nefnt.
Björgmundur átti lénið, er hefur verið lagt liður, og sá um það en það kom meira í minn hlut að setja upp síðuna og halda utan um hana. Ég byrjaði á henni meðan ég var og bjó í Danmörku, árið 2001,og síðar eftir að ég flutti aftur heim þá setti ég meiri kraft í hana, kom upp gagnagrunni á bakvið hana. Skemmtilegur tími. En síðan þegar vinnan og ég fór að stofna fjölskyldu þá tók að dala undan áhuganum og tímanum er hægt var að nota í hana, og endaði með einhvers konar dái, væntanlega í kringum svokallað efnahagshrun.
Smá fræðslu innskot í svipuðum dúr. Á tímabili átti og rak frændi minn Gunnar Þór Gestsson, heimasíðu í svipuðum dúr er var Andans.net. Þessi síða er að ég best veit hefur einnig verið lögð niður, en hún gekk meira út á fræðslu og hugleiðingar í pistlaformi. Í raun er ekkert gaman af svona síðum nema þeim sé viðhaldið, en með tilkomu samfélagsmiðlana, eins og Facebook, hafa svona hnitmiðaðar síður átt undir högg að sækja.
Hér fyrir neðan kem ég hugsanlega með eitthvað fleira um Vitund.is ef ég finn, eins og myndir og annað. Sjáum til með það!