Andans mál og sjálfsræktin

Andleg málefni eru eitthvað er hafa átt hug minn lengi. Tel mig eiga mína eigin trú þó ég sé ekki virkur kirkjunnar maður. Vísindi hafa líka alltaf heillað mig og sumir tala um að þetta fari ekki saman en samt er það svo að hér áður fyrir var ekki hægt að tala um annað nema hafa hitt með. Þessi fræga setning “Það er ekkert til nema það sé búið að sanna það!” hefur alltaf stuðað mig, því ég tel að hlutir verði ekki til við að þeir séu sannaðir, heldur hafi verið um okkar eigin vanmáttur og vankunnátta verið að verki.

Þegar ég er að alast upp þá var ekki mikið talað um svona hluti, og alls ekki nálagt mér. Jú átti skyldfólk er var sagt bergdreymið, og heyrði af fólki er hafði einhverja hæfileika og komst síðar að  því að langamma og afi höfðu haft áhuga á svona málum. Síðan byrjaði það með áhuga á spádómum með spilum og svoleiðis. Síðan þegar ég lenti í krísu vegna ástarmála þá fór áhuginn að vakna og ég opnaði eyrun fyrir miðlum og fór 2 á einkafund, til áruteiknimiðils og síðar spámiðils. 

Fljótlega upp úr því var með boðið að koma á fund er ég þáði og í framhaldi kynntist ég Guðbjörgu Sveinsdóttur, er ég hef verið hjá, fyrst áður en ég fór í nám út til Danmörku og síðan aftur núna í seinni tíð. Eins hef ég verið í hóp með góðu fólki, er hefur hjálpað manni að verða örlítið betri í dag en maður var í gær. 

Frá því ég byrjaði að tileinka mér og ástunda andleg málefni, hefur ýmislegt borið á góma. Hef uppgötvað margar nýjar áhugaverðar hliðar á mér, hugsun mín breyst til batnaðar, ég mikið þroskast og mitt sanna eðli komið betur fram, ég leyft mér að verða ég sjálfur. Eins hef ég hitt margt gott og skemmtilegt fólk, tekið þátt, staðið að og komið að ýmsum viðburðum. Vonandi held ég því sem lengst áfram. Að fá að sjá fólk breytast og byrja að verða frjálst er æðislegt! 

Hér á þessari síðu hef ég hug á að fjalla um eða koma inn á eitthvað af því, ásamt því sem mér er hugleikið. (Ég geri mér ljóst að það eru skiptar skoðanir um þetta efni, er ég virði vel, en þeim er hafa áhuga vona ég að hafi bæði gagn og gaman af!)

Það að hafa opnast fyrir andlegum málum og fengið að kynnast sjálfum mér í gengum þau er eitt stórkotslega er ég hef fengið að upplifa, og eitt af því er hefur haft mest á hrif á mig sem manneskju. Er það mín einlægja ósk að sem flestir fái að kynnast því eini, út frá sínum forsemdum. Að vera frjáls í anda og fá að birtast frjáls er eitt af því er ég tel að alla þrái að fá að gera. Gangi ykkur vel með það.