Guðbjörg Sveinsdóttir, fræðslu- og transmiðill

Guðbjörg Sveinsdóttir er leikfimiskennari að mennt og hefur starfað við ýmislegt áður en hún byrjaði að starfa í andlega geiranum.

Í dag vinnur hún sem fræðslu- og transmiðill og kennari. Hefur hún kennt fjölda manns í gengum árin. Í gengum hana starfa fræðsluaflið Ásgeir og annað afl er kallar sig Mirenda.

Guðbjörg hefur eitthvað gefið út af efni á geisladiskum og eitthvað er líka að finna á YouTube – “Mirenda – A og B hlið“.

Guðbjörg á 3 dætur og allmörg barnabörn. Til hennar leyta einstaklingar á öllum aldri með allskonar vandamál og tilgangi. Hefur það verið mjög áhugavert að fylgjast með því, þegar ég hef haft tök á því.

Ég kynntist fyrst Guðbjörgu fyrir norðan um 1997, en ég var byrjaður að sækja miðilsfundi í Varmahlíð og kom hún norður til að vera fræðsluerindi, námskeið og kenna þar. Fyrir kynninguna hitti ég aðeins Guðbjörgu og sagði hún upplýsingar að mér óspurðum er fékk mig til að vilja vita meira.

Þarna fór ég á mitt fyrsta transnámskeið og síðan sótti ég kennslu til hennar þegar ég fór suður til Reykjavíkur í skóla þar. Var ég hjá henni þangað til ég flutti út til Danmerkur í skóla þar.

Einhver skipti fór ég til hennar eftir að ég flutti heim, vorið 2001, en svo var það árið 2018 að ég lenti í stress ástandi, er var að valda svefnleysi, að ég leitaði til hennar aftur. Nú hef ég hug á að klára að ná tökum á því er ég hef alltaf ætlað mér í þessum andlegum málum.

Til baka.