Smári Eiríks heyrði í mér og langaði til að fá okkur til að spila veislu er hann og hans nýja kona, Sigga, væru að halda upp á 50 ára afmælin sín. Vildi hann halda sveitaball eins og gert var í gamla daga.
Smári er gamall skólabróðir okkar og spilaði með mér, Héðni og Gumma þegar við vorum í skólahljómsveit. Við fengum hann meira að segja til að koma upp á svið og taka lagið, sem vakti mikla hrifningu. Þetta kvöld var með eindæmum skemmtilegt fyrir okkur og held meira að segja að gestum hafi verið líka skemmt. Ákveðið var að vera svolítið á lágstemdum nótum líka og notast ekki við fullt trommusett og rafmagnsgítar.
Lítið var tekið af myndum af okkar hálfu og lagalistinn of langur til að hafa hann hér eftir.
Að þessu sinn var hljómsveitin skipuð þannig (en það vantaði Gumma í þetta skiptið)
- Baldvin – Kasagítar og raddir.
- Héðinn – Píanó og raddir.
- Kristinn K – Bassi.
- Valgerður – Sögur.
- Þorbergur – Kassatrommur.
Frábært kvöld og takk fyrir mig.