Æskustöðvarnar

Afhverjum veljum við að yfirgefa æskustöðvarnar?

(Vill taka það fram að þetta eru mínar og aðeins mínar vangaveltur og hugrenningar. Eflaust er margt fleira er má koma inná!)

Ég hef bæði hitt einstaklinga er halda mjög mikla tryggð við æskustöðvarnar, hvort sem þeir búa þar eða ekki, og líka þá er hafa yfirgeið þær og vilja nánast ekkert af þeim vita! Hvað veldur eiginlega því? Eflaust eru mismunandi ástæður er valda því, og langar mig aðeins að velta þeim hugmyndum upp hér.  

Við mótumst af því umhverfi er við ölumst upp í. Foreldrar, systkini, vinir og annað samferðar fólk hefur áhrif á okkur á lífsleiðinni. Þar fyrir utan tökum við oft með okkur reynslu og upplifanir úr öðrum tilvistarstigum, eða jarðlífum.

Til baka