Að því tilefni að árgangur minn ákvað að efla til hittings, þá renndi ég norður á æskustöðvar mínar. Eins ákvað ég að taka smá miðnætur göngutúr til að liðka mig eftir bíltúrinn norður, enda frábært veður. Renndi ég niður að ós, lagði rétt inn á gamla veginum að gömlu brúnni. Var að hugsa um að hlusta á tónlist í göngutúrnum, en fékk mig ekki til þess, heldur vildi heyra í sjárarniðnum og gargið í fuglunum í fjarska. Gekk ég svo sömu leið og afi næstum daglega gekk hér á árum áður, niður að gömlu brúin og yfir hana. Í stað þess að snúa þar við labbaði ég stíg, er ég hafði ekki gert áður upp að styttunni af Jóni Ósmann. Eftir að hafa heilsað upp á hann, settist ég niður á bekk rétt innan við Jón og horfði með honum í dágóða stund yfir á Krók og um fjörðinn. Síðan eftir létt spjall í símanum heim, þá gekk ég sömu leið til baka. Tók nokkrar hálf glataðar símamyndir, vitandi það að ég væri með myndavélarnar í bílnum. En fínar fyrir tilefnið. Á leiðinni til baka rifjaði ég upp hvað mér væri þessi gamla brú minnistæð. Að hafa farið yfir hana í bíl, bæði sem farþegi og bílstjóri. Merkilegt að það hafi verið yfir höfðu hægt. Mun sjálfsagt aldrei gleyma þeim minningum. Og beygjan í brekkunni strax og maður var kominn yfir, ótrúleg gamaldags vegagerð. Já stórir bílar fóru þarna fyrir. Held reyndar að handriðið á brúnni hafi verið lægra og hallað út. Hugsanlegt er handriðið í dag eins og það var upphaflega. Hef örugglega einhvern tímann spurt afa út í það en mann það ekki lengur. Kannski vita það mér eldir og fróðari menn það!
Í göngutúrnum fór ýmsar fleiri tilfinningar úr æsku að gera vart við sig. Sjórinn, sjávarniðurinn, að veiða í sjónum, frelsið, víðáttan og minningin um að hafa alist hér upp, til dæmis. Eins rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var í sveitinni, og hvað ég hafi eytt miklum tíma með dýrum. Að vera einn út í náttúrunni, hlustandi á fuglasöng, lækjarniðinn, og þegar farið var að myrkva, frábært. Þarna fór ég að skilja þá tilfinningu og löngum er ég fékk sem unglingur að finna mér bóndakonu og gerast bóndi. Ég hef alltaf unað mér vel með dýrum og einn í náttúrunni. En síðan breyttist eitthvað og ég fór mína leið. Ég átti lengi draum um að snúa til baka, en áttaði mig síðan á því að þessi draumur væri dáinn og ég hefði ekki mikla löngun til að snúa til baka. Sjálfsagt hefur tækifæri varðandi vinnuna mína eitthvað með það að gera, en ég hef komið mér upp eigins starfsemi sem er mér mjög kært.
Þarna í göngutúrnum fór ég að skilja þessar gömlu tilfinningar er kölluðu núna á mig, eins þær tilfinningar er hugsanlega ýttu mér líka í burtu. Þarna fór ég líka að hugsa hvort ég væri bara ekki til í að koma til baka og gerast bóndi með dýr og óbeislaða náttúru. Fann fyrir því hvað ég væri hugsanlega kominn langt frá mínu náttúrulega innra eðli, með því sem ég er að gera í dag. Kannski var ég búinn að ná mér í þá reynslu og þekkingu, og búinn að losa mig við það er ég þurfti að losa við með því að fara annað, og eftir vill tilbúinn að koma til baka á æskustöðvarnar. En þeirri spurningu ætla ég að láta ósvarað að svo stöddu!
Þessi göngutúr var óneitanlega mikil hugleiðsla og heilun fyrir mig og kannski eitthvað er ég þurfti á að halda á þessum tímapunkti. Vill líka taka það fram að ég átti á margan hátt ánægjulega æsku og góðar minningar. Var kannski meira umhverfið og væntingar til manns er hafa ýtt mér í þessa átt frá mínu innra eðali mínu. Þar kemur togstreitan fram í mér, en þó ég sé stoltur af því að hafa náð því er ég stefndi óljóst að og hafi gaman af því sem ég er að gera í dag, þá togar náttúran í mig, víðáttan og dýrin. Oft hafa æskustöðvarnar einhvera töfra er aðrir staðir hafa ekki.
Það er holt og gott að kafa inná við og spyrja sig spurninga!
Sauðárkrókur 05.05 2023.