Adobe framleiðir nokkur myndvinnslu forrit. Ég er langt frá því að vera sérfræðingur í þeim í dag, en hef verið að nota mér Lightroom Classic og aðeins Photoshop.

Photoshop, er frábært allhliða myndvinnslu forrit, er hefur verið mjög lengi í þróun en krefst jafnframt meiri færni til að vinna myndir í. Ég hef ekki hug á að fara meira inn á það núna, kannski síðar.
Lightroom, er hins vegar sérhannað forrit í myndvinnslu á RAW skrár og auðveldar alla myndvinnslu og utanumhalda á þeim myndum sem verið er að vinna með. Forritið er byggt upp í einhvers konar workbench þar sem hægt er með auðveldum hætti að skipta á milli mynda og skráasafna. Síðan þegar búið er að velja mynd þá er hægt að vinna nánar með hana og keyra út í pdf skrá þegar búið er að vinna hana. Lightroom kemur í tveimur megin útgáfum, önnur hugsuð fyrir geymslu á myndum upp í skýinu (þar sem alstaðar er hægt að nálgast myndirnar) og hins vegar myndirnar geymdar inn á tölvunni sjálfri. Seinni útgáfuna hef ég nánast eingöngu notað.