Námskeið í heimaupptökum fyrir byrjendur.
Námskeið ætlað þeim er hafa hug á að taka upp sitt eigið efni heima hjá sér en skortir þekkingu á búnaði9 og notkun hans. Leiðbeinandi Ingi Björn Ingason. Staðsetning: Tækniskólinn og haldið af Endurmenntun. Dagsetning 19. og 21. apríl 2021.
Námskeiðslýsing: “Farið er yfir hvernig best er að framkvæma upptökur á röddum, lifandi hljóðfærum og MIDI hljóðfærum, og hvernig eftirvinnsla á því fer fram.
Námskeiðið er að miklu leyti verklegt og fá þátttakendur tækifæri á að vinna sjálfir á forritið í gegnum allt námskeiðið.
Að námskeiði loknu mun þátttakandinn öðlast grunnþekkingu á heimaupptökum og hvernig hægt er að láta demoin sín hljóma betur.”

Frábært námskeið fyrir þá er hafa áhuga á að tileinka sér getu til að taka upp tónlist eða talmál. Mér fannst Ingi, leiðbeinandinn, komast mjög vel frá þessu og efnið skemmtilegt og gefandi. Hefði þess vegna mátt vera aðeins lengra, en því fylgja góð gögn er hjálpa til við að tileinka sér færnina betur.
Það er kom mér líka skemmtilega á óvart var að það opnaðist fyrir mér nýr vinkill á upptökurnar er var midi hlutinn, það er að segja hvernig stafræni hlutinn á ferlinu er notaður, eins og USB lyklaborð.