Hvað og af hverju vill ég skrifa eitthvað

Í raun er þetta mjög góð spurning, sem kannski er ekki eitt svar við. Þó ég hafi aldrei verið góður í íslensku og skrifuðu máli, verið greindur með lesblindu á einhverju stigi, þá hef ég alltaf haft þörf fyrir að tjá mig og löngun til að koma mínum hugmyndum og fróðleika á framfæri án þess að þvinga hann inn á einhvern. Hefur mér tekist það betur eftir sem árin liðu. Eins hef ég ákveðið að láta ekkert halda aftur af mér eða hindra mig í því að tjá mig út á við með skrifum, en jafnframt reynt að gera eins vel og kostur er.

Svo af hverju hef ég þessa þörf að skrifa og skapa? Eflaust eru einhverjir betri pennar en ég, og hvet ég þá til að skrifa sem mest. En ég tel mig hafa eitt og annað er á erindi út á við, og hef löngun til að fylgja því eftir. Eflaust hafa einhverjir meiri vitneskju en ég og eflaust get ég frætt aðra um ýmislegt. Á lífsleið minni hef ég tileinkað mér ýmsan fróðleik og náð líka að nálgast fróðleik er sál mín býr yfir.

Skrifa hvað? Fyrst og fremst er það efni tengdu mannrækt og þá andlegum málefnum er á hug minn. Er löngunin að leyfa þessu svolítið að fljóta og sjá hvað kemur hverju sinni.

Kveðja, B.Ingi.S (28.12 2020)

til baka.